Yndisgróður: Frétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

2.ágúst.2011

Ráðstefna um garð- og landslagsplöntur fyrir norðlæg og hafræn svæði haldin 18. - 19. ágúst 2011

Mynd með frétt

Yndisgróður heldur ráðstefnu dagana 18.-19. ágúst 2011 í samstarfi við, Landbúnaðarháskóla Íslands, Garðyrkjufélag Íslands, Félags garðplöntuframleiðenda, Skógrækt Ríkisins, Grasagarð Reykjavíkur og samvinnuverkefnið New Plants for the Northern Periphery Market (NPNP)sem er verkefni á vegum Norðurslóðaáætlunar.

Markmið ráðstefnunnar er að sameina hinn almenna garðeiganda, garðplöntuframleiðendur og rannsóknaraðila frá nágrannalöndum okkar til þess að skiptast á upplýsingum og reynslu um ræktun garð- og landslagsplantna á norðlægum og hafrænum svæðum og kanna möguleika á auknu samstarfi.

Ráðstefnan mun sameina erindi fræðimanna, sérfræðinga og fulltrúa hagsmunaaðila frá samstarfslöndum okkar.  Auk þess verða áhugaverðir staðir heimsóttir sem tengjast þema ráðstefnunnar.  

Allir  áhugasamir um ræktun garð- og landslagsplantna eru velkomnir!

Þátttökuskráning og frekari upplýsingar á :  yndisgrodur@lbhi.is fyrir 8. ágúst. 

Ráðstefnugjald er 18900 kr. með sameiginlegum kvöldverði í Þróttarheimili á fimmtudagskvöldinu 18. ágúst.  Án kvöldverðar er ráðstefnugjald 15500 kr.

Ráðstefnugestum verður ekið með rútum á milli staða.

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011