Yndisgróður: Frétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

23.ágúst.2011

Ráðstefnu lauk með skoðunarferð um Nátthaga garðplöntustöð og Þingvelli.

Ráðstefnan um garð- og landslagsplöntur fyrir norðlæg og hafræn svæði sem fram fór dagana 18. - 19. ágúst sl. fór vel fram.  Rúmlega 60 manns tóku þátt á ráðstefnununni á fimmtudeginum í Laugardalnum þar sem flutt voru ýmis áhugaverð erindi.  Síðdegis var svo gengið í Grasagarðinn þar sem 50 ára afmæli Garðsins var fagnað og Rósagarðurinn okkar skoðaður.

Á föstudeginum voru heldur færri þátttakendur en engu að síður var gagn og gaman.  Dagurinn byrjaði með heimsókn í Gróðrarstöðinni Mörk þar sem Guðmundur Vernharðsson tók vel á móti hópnum. Áfram var haldið austur til Reykja í Ölfusi þar sem ráðstefnunni sjálfri var haldið áfram auk skoðunarferðar um klónasafn Yndisgróðurs og nýja hverasvæðið, sem vakti mikla lukku meðal erlendra ráðstefnugesta okkar.  Dagurinn endaði svo með heimsókn í Nátthaga garðplöntustöð og ferð um Þingvöll.  Í Nátthaga leiddi Ólafur Njálsson gesti um land sitt sem hann hefur ræktað upp frá grunni.  Þar má sjá magnaða ræktun.

Við hjá Yndisgróðri þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd ráðstefnunnar eða studdu okkur á einhvern hátt!

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011