Yndisgróður: Frétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

19.október.2011

Ræktunarfréttir af Yndisgörðum 2011

Mynd með frétt

Það hefur verið ánægjulegt að sjá hversu vel plönturnar í görðum Yndisgróðurs náðu sér þegar leið á sumarið eftir afar slæmt vor sem reyndi gríðarlega á allan gróður.  Plöntur komu almennt séð mjög vel undan vetri en það var ekki það sama hægt að segja í byrjun sumars.  Þá var verulega kuldalegt um að lítast í Yndisgörðunum og margar plöntur töluvert kuldalegar og jafnvel kalnar eftir vorhretið.  Í skoðunarferð í Sandgerði í byrjun júní blöstu við okkur mikið kalnar og hálf dauðar plöntur að okkur fannst.  Hræðilegt ! En við yljuðum okkur við þá staðreynd að það er einmitt þetta sem Yndisgróður gengur út á; að kanna harðgerði plantna og að við eigum að vera þakklát fyrir svona hret því það gefur okkur miklar upplýsingar.  Þegar leið á sumarið var það töfrum líkast hversu vel gróðurinn hafði náð sér, þrátt fyrir stöðugt álag á plönturnar í Sandgerði sökum erfiðs jarðvegs og þurrka frá upphafi.  Sömu sögu má segja frá Blönduósi í byrjun sumars, all flestar plöntur höfðu orðið fyrir áfalli sökum kulda og var algerlega óvíst hvernig þeim myndi reiða af.  En plönturnar í Yndisgarðinum á Blönduósi náðu sér alveg stórkostlega og urðu hver annarri fallegri þegar leið á sumarið og er alveg greinilegt að plöntuvalið þar sýnir vel möguleikana á ræktun á þessu svæði.

Á Reykjum dafna plönturnar almennt séð vel en að sjálfsögðu fengu allar plöntur þar áfall eins og annarsstaðar.  Sem dæmi má nefna að farið var í vettvangsferð að Reykjum í mars til þess að mæla stærð plantna, þá litu flestar einiplöntur (Juniperus) mjög vel út.  En í byrjun sumars var greinilegt að einirinn hafði fengið áfall, margar hverjar voru brúnar og ræfilslegar.  Þegar leið á sumarið höfðu þessar sömu plöntur náð sér merkilega vel og náð upp fyrri krafti. 

Í Fossvogi reyndist vorið einnig erfitt og voru plönturnar þar lengi að koma til í sumar enda gróðursett þar í október 2010.  En þar lítur allt vel út á heildina litið og var töluvert af plöntum gróðursettar þar í byrjun júní nú í sumar. 

Rósagarðurinn í Laugardal kom gróður vel til að mestu leiti.  Þar er ákaflega fallegt um að lítast , yfir 160 yrki af rósaætt dafna þar vel. Þann 21. júlí sl. var Rósagarðurinn formlega vígður á 80 ára afmælisdegi Jóhanns Pálssonar okkar kunna rósaræktanda.

Mikið hefur safnast af upplýsingum um harðgerði og þrif þeirra plantna sem finnast í görðum Yndisgróðurs og koma þær til með að gagnast vel í starfi okkar.

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011