Yndisgróður: Frétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

23.mars.2012

Jörfavíðir 'Gáski' byrjaður að blómstra í Yndisgarðinum í Sandgerði

Mynd með frétt

Þó það væri kuldalegt í Yndisgarðinum sunnudaginn 17. mars var vorið farið að láta á sér kræla. Jörfavíðir ´Gáski´var að byrja að blómstra fyrstur allra plantna í garðinum.  Reklarnir, blóm víðisins sjást fyrst sem litlir „gæsaungar“ á greinunum en þegar hlýnar meira fara gulir fræflarnir að sýna sig.

 

Yndisgarðurinn í Sandgerði er einn af 6 görðum sem Yndisgróður hefur byggt upp á starfstíma sínum.  Garðurinn er í námunda við framtíðar útivistarsvæði bæjarbúa ,,Gryfjuna” sem  er staðsett norðan og ofan við bæinn.  Yndisgarðurinn getur því orðið blómleg og áhugaverð viðbót við útivistasvæði Sandgerðinga í framtíðinni.  Meginhlutverk garðsins er þó að safna mikilvægum upplýsingum fyrir ræktendur um þrif og ræktun ýmissa trjá – og runnategunda og sýnigarður um tegundir sem má rækta við vaxtarskilyrði sem gefast á Suðurnesjum. 

 

Yndisgarðurinn í Sandgerði er öllum opinn til upplýsingar og yndisauka og er það von okkar að almenningur og sveitarfélög á Suðurnesjum muni nýta sér tilurð hans. 

 

Yndisgarðurinn í Sandgerði var unninn í tveimur áföngum, vor og sumar 2009 og 2010.  Svæðið fyrir garðinn þurfti að vinna algerlega frá grunni, jafna með stórvirkum vinnuvélum og jarðvegsbæta.  Ákveðið var að flytja ekki jarðveg að heldur nota þann jarðveg sem einkennir Suðurnesin, en bæta hann með lífrænum áburði, skeljasandi og þrífosfati. Nú hafa verið gróðursett um 140 yrki af ýmsum tegundum trjáa og runna.  Veðurskilyrði á Suðurnesjum geta vissulega verið erfið og voru plönturnar valdar með það fyrir augum að þola hafræn skilyrði sem best, vind og seltu.  Sum yrki eru þekkt fyrir dugnað við slíkar aðstæður en um önnur ríkir ákveðin óvissa um, þar sem það er hlutverk Yndisgróðurs að kanna þol þeirra hafa verið gróðursett yrki úr báðum hópum í garðinn.  Veðurfarið hefur reynt mikið á plönturnar í Yndisgarðinum í Sandgerði, einstaka hafa drepist, aðrar kalið mikið en svo má sjá plöntur sem hafa staðið sig með stakri prýði. 
 Maí og júnímánuðir 2011 voru einstaklega erfiðir og varð gróðurinn fyrir töluverðu áfalli og kali vegna vorkulda. Það sem hefur reynst plöntunum í heild erfiðast er þurrkur því bæði er berggrunnur Suðurnesja mjög hripur og því grunnvatnsstaða lág og að síðastliðin vor og sumur hafa verið mjög þurrviðrasöm.

 

Yndisgörðum er ætlað að varðveita úrval íslenskra garð- og landslagsplantna til rannsókna og frekari nota, að vera vettvangur til rannsókna á harðgerði þessara plantna og að vera sýningarreitir fyrir fagfólk og almenning.

 

Fleiri myndir er hægt að sjá á facebook síðu Yndisgróðurs: http://is-is.facebook.com/pages/Yndisgr%C3%B3%C3%B0ur/203287876390655?sk=photos

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011