Yndisgróður: Frétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

7.júní.2012

Skemmdir á trjágróðri í görðum Yndisgróðurs.

Mynd með frétt

Á myndunum sjást tvö yrki af hegg sem standa lið við hlið í safninu á Reykjum, munur á skemmdum er mjög áberandi.

Nokkrar skemmdir urðu á trjágróðri í görðum Yndisgróðurs í hretinu 13. maí síðastliðinn og kuldanum sem fylgdi á eftir. Það sem helst virðist hafa orðið fyrir skaða eru tegundir sem voru komnar langt í laufgun svo sem heggur, yllir og sumar tegundir af toppum. Mikill munur er á skemmdum á yrkjum á hegg, frá því að vera mjög miklar þar sem bæði blöð og blómklasar eru nær alveg visnuð til að lítil merki um kal sjáist á plöntum. Sumar tegundir eins og hélurifs, alparifs, blátoppur og klukkutoppur urðu ekki fyrir miklum skemmdum þrátt fyrir að vera nær allaufgaðar. Sama má segja um tegundir eins og brodda, ígulrós og hafþyrnir en þær voru ekki komnar eins langt af stað og fyrrnefndar tegundir.  Ekki eru allar afleiðingar hretsins komnar fram og er t.d. hætta á að blómgun verði með rýrari móti svo sem hjá sýrenum og berjarunnum. Töluverðar kalskemmdir eru einnig að koma í ljós hjá ýmsum viðkvæmari tegundum og er það vafalaust samspil vetrarkulda, hlýinda í apríl og kuldanna í maí. Sem dæmi um það eru margar viðkvæmari rósir svo sem Austin rósir sem eru kalnar niður í rót og jafnvel dauðar.

Áföll eins og þessi gefa ómetanlegar upplýsingar fyrir Yndisgróður við að rannsaka hvaða tegundir og yrki eru harðgerð fyrir Íslenskar aðstæður. Lögð verður sérstök áhersla á að skrá skemmdir í tilraunagörðum okkar nú í vor og sumar.

Fleiri vormyndir munu birtast á facebook síðu Yndisgróðurs á næstu dögum!

http://is-is.facebook.com/pages/Yndisgr%C3%B3%C3%B0ur/203287876390655

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011