Yndisgróður: Frétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

10.júlí.2015

Skjólbelti framtíðar á Hvanneyri

Mynd með frétt

Þriggja raða tilraunaskjólbelti var gróðursett á Hvanneyri í síðustu viku. Í beltinu eru hátt í 40 tegundir og yrki trjáa og runna. Áhersla er lögð á þétt runnalag sem á að veita skjól alveg niður við jörð, á milli stærri og endingargóðra trjáa.

Starfsmenn Yndisgróðurs fengu unglingavinnuna á Hvanneyri í lið mér sér við gróðursetningu á þriggja raða 250 m löngu skjólbelti við Grásteinsmýri á Hvanneyri. Skjólbeltið er hluti af verkefninu Skjólbelti framtíðar en það byggir á nýrri hugsun í hönnun og ræktun skjólbelta. Hugmyndin, sem er að danskri fyrirmynd, byggir á því að nota fjölbreytt úrval trjáa og runna til að mynda þétt og endingargóð skjólbelti. Við val á tegundum er m.a. stuðst við reynslu úr yndisgörðunum. Ef vel tekst til og vandað er til við gróðursetningu á réttum tegundum í upphafi eru vonir bundnar við að beltin geti veitt gott skjól í langan tíma með lágmarks viðhaldsþörf. Auk þess geta fjölbreytt skjólbelti sem þessi veitt ýmiskonar vistkerfisþjónustu. Hvanneyringar mega eiga von á að gæða sín á allskyns berjategundum innan um fallega skrautrunna í beltinu. Meðal tegunda sem voru gróðursettar eru: rifs, sólber, hélurifs, gaddarifs, glótoppur, klukkutoppur, bersarunni, heggur, elri, birki, ýmsar reynitegundir o.fl.

Í grein sem birtist íBændablaðinu 15. júní má lesa meira um verkefnið Skjólbelti framtíðar.

Félag garðplöntuframleiðenda er dyggur stuðningsaðli verkefnisins og færum við þeim sem útveguðu okkur plöntur fyrir skjólbeltið bestu þakkir:

Ræktunarstöð Reykjavíkur

Gróðrarstöðin Kjarr

Gróðrarstöðin Nátthagi

Gróðrarstöðin Mörk

 

Hér má sjá lista yfir helstu tegundir og yrki sem eru notuð í skjólbeltið.

 

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011