Yndisgróður: Frétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

27.júlí.2015

Pottrót

Mynd með frétt

Pottrót myndast þegar planta er látin vaxa það lengi í potti að rótin fær ekki nægilegt rými og myndar rótarsnúning. Slíkar plöntur er í raun annars flokks vara. Nauðsynlegt er að losa vel um og jafnvel klippa á rætur sem hafa vaxið í hring í pottum áður en plantan er gróðursett. Ef ekki er vandað til við þetta er hætta á að rótin vaxi áfram í hring og nái ekki að festa sig og breiða úr sér í jarðveginum. Í verstu tilfellum er eins og rótarsnúningurinn kyrki plöntuna (eins og sést a myndinni). Plantan vanþrífst í fyrstu og getur að lokum drepist eða oltið um koll.

      

Rótin er mikilvægasti hluti plöntunar og gegnir því hlutverki, auk þess að festa plöntuna niður, að taka upp vatn og næringu úr jarðveginum. Í sumum tilfellum er rótin orðin það snúin í pottinum að erfitt er að losa um flækjuna og lítil von um að plantan komi til með að þrífast. Í raun ber að líta á pottaplöntur sem ferskvöru sem skemmist sé hún ekki gróðursett á tilskildum tíma.

 

Á myndunum sést hvernig annars myndarlegur heggur hefur oltið og ekki þrifist sökum pottrótar í yndisgarðinum á Reykjum. Þar eru því miður fleiri plöntur sem glíma við sama vandamál. 

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011