Yndisgróður: Frétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

25.ágúst.2015

Námskeið í skjólbeltarækt: Skjólbelti framtíðar

Mynd með frétt

Til að skjólbelti skili bestum árangri er nauðsynlegt að þau þjóni hlutverki sínu sem vindbrjótur vel, séu þétt, vaxi nokkuð hratt upp og endist vel. Þau þurfa að haldast þétt að neðan þannig að ekki nái að trekkja undir þau en jafnframt verða þau að ná að vaxa nokkuð hratt upp því skjólbelti skýla stærra landsvæði eftir því sem þau eru hærri.

 

Í tengslum við verkefnið Skjólbelti framtíðar mun Samson Bjarnar Harðarson hafa umsjón með námskeiði um tegundaval fyrir heppilegar plöntur í skjólbelti.

Ný hugsun í ræktun skjólbelta miðar að því að velja heppilega samsetningu tegunda fyrir íslenskar aðstæður, með sjálfbærni að leiðarljósi. Í skjólbeltum ættu að vera blanda af langlífum, stórvöxnum stofntrjám sem eru megintré beltisins, hraðvaxta fósturtegundum og langlífum, skuggþolnum og skuggavarpandi runnum sem plantað er í þriggja raða belti, eða í fjölraða belti á mjög vindasömum stöðum.

 

Rannsóknir Yndisgróðurs á harðgerum og nytsömum garð- og landslagsrunnum eru nýttar við plöntuval í skjólbeltum framtíðar. Samson Bjarnar Harðarson er nýkominn frá Danmörku þar sem hann kynnti sér skjólbeltarækt þar ytra. Ný hugsun í skjólbeltarækt byggir einmitt að stórum hluta á hugmyndum Dana. Þeir höfðu glímt við samskonar vandamál og Íslendingar um endingarlítil og gisin skjólbelti. Á 7. og 8. áratug síðustu aldar fóru Danir að þróa hugmyndir þar sem fyrst og fremst er horft til náttúrulegra skógarjaðra, trjá- og runnabelta sem víða getur að líta í búsetulandslagi Danmerkur.

 

Tilrauna- og sýniskjólbeltum hefur verið komið upp á Hvanneyri og á Suðurlandi og verða beltin á Hvanneyri skoðuð á námskeiðinu. Í yndisgarðinum á Hvanneyri verða skoðaðar ýmsar tegundir runna sem henta í skjólbelti og hafin er ræktun á í þeim tilgangi. Megin tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur öðlist yfirsýn yfir afmarkað en fjölbreytt úrval nytsamra tegunda fyrir skjólbelti. Farið verður yfir hvaða tegundir og yrki hafa góða eiginleika og hvaða tegundir henta illa fyrir skjólbelti.

 

Tími og staðsetning:  Föstudaginn 4. sept. kl. 10:00-16:00 hjá Lbhí á Hvanneyri.

Verð: 15.990 kr.

Skráning: www.lbhi.is/namskeid - endurmenntun@lbhi.is - sími 433 5000

 

Starfandi bændur geta sótt um allt að 33.000kr námsstyrk til Starfsmenntasjóðs bænda á hverjum vetri.

Fleiri námskeið sem eru haldin á vegum Lbhí má sjá á http://www.lbhi.is/?q=is/endurmenntun og á facebooksíðu endurmenntunar Lbhí: https://www.facebook.com/namskeid

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011