Yndisgróður: Frétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

15.janúar.2016

Skjólbelti framtíðar

Mynd með frétt

Nýjar hugmyndir um skjólbeltarækt byggja á því að koma upp sjálfbærum og endingargóðum skjólbeltum. Uppbygging þeirra byggir á blöndu af langlífum aðaltrjám sem mynda hæð beltisins, hraðvaxta fósturtegundum og ekki síst langlífum, skuggþolnum og skuggavarpandi runnum sem skýla alveg niður og hleypa ekki vindi í gegn niður við jörð. Út frá náttúrulegum og/eða erlendum fyrirmyndum af skógarjöðrum og runnabeltum er leitast við að nota margar tegundir sem mynda eina heild og auka þannig þol beltisins gegn sjúkdómum og annarri óværu.

 

 

 

Skjólbelti á Jótlandi með stórum stofntrjám, þéttum runnum eða lægri trjám og lágum þekjandi runnagróðri.

 

Undir liðnum „Skjólbelti framtíðar“ má m.a. sjá yfirlit yfir sögu skjólbeltaræktunar á Íslandi, yfirlit yfir mismunandi hlutverk plantna í skjólbeltum, æskilega eiginleika skjólbeltaplantna og upplýsingar um tilrauna- og sýniskjólbelti sem hefur verið komið upp. Auk þess má sjá lista yfir tegundir sem gætu verið heppilegar fyrir skjólbelti. Ekki hefur þó fengist nægilega góð reynsla af tilraunaskjólbetum til að hægt sé að fullyrða um reynslu og þrif þessara tegunda í skjólbeltum.

 

Námskeiði um skjólbeltarækt haldið á vegum endurmenntunar Lbhí í september.

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011