Yndisgróður: Frétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

27.apríl.2016

Tilraunaskjólbeltið á Hvanneyri þakið með heyi.

Mynd með frétt

Eitt helsta vandamál við ræktun skjólbelta á Íslandi er öflugur grasvöxtur sem vex litlum plöntum upp fyrir höfuð. Í tilraunaskjólbeltinu við Grásteinsmýri á Hvanneyri erum við nú að prófa okkur áfram með að þekja jarðveginn með gömlu heyi.

Að þekja jarðveg (mulching) er talin árangursrík aðferð við að halda illgresi í skefjum auk þess að hafa jákvæða eiginleika á jarðveginn s.s.á rakastig. Helstu áhyggjur hjá okkur eru um hvort heyið fjúki af en tilraunir með að þekja litla sýnibeltið við húsnæði Vesturlandsskóga í fyrra gáfust vel. Eins og sést á myndunum kemur heyið vel undan vetri og hefur ekki fokið af. Til að ná bestum árangri er mikilvægt að þekja beðin snemma á vorin.

Á myndunum má sjá Samson og Kára dreifa úr heyi, en Kári sýndi smá tilþrif og tókst að velta liðléttingnum með fyrsta heyhlassinu. Það fór þó allt vel og því er við hæfi að segja að fall sé fararheill og erum við spennt að sjá árangurinn af þessum tilraunum.

Gróðurinn kemur vel undan vetri.

Egill var fljótur að koma á traktornum og bjarga okkur.

Litla sýnibeltið við húsnæði Vesturlandsskóga var þakið í fyrra og lítur vel út eftur veturinn.

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011