Yndisgróður: Frétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

26.maí.2016

Fræðsludagur í Yndisgarðinum Fossvogi og trjásafninu í Meltungu

Mynd með frétt

Fræðsludagurinn er samstarfsverkefni Yndisgróðurs, Kópavogsbæjar og Garðyrkjufélags Íslands. Fjölbreytt fræðsla verður í boði víðsvegar í trjásafninu og munum við kynna Yndisgarðinn í Fossvogsdal og starfsemi Yndisgróðurs. Einnig munum viðkynna tilraunaverkefni í notkun fjölærra þekjuplantna og skrautgrasa.

Mæting er við lysthúsið í Yndisgarðinum kl. 13.00.

Dagskrá:

·         Í Yndisgarðinum mun Steinunn Garðarsdóttir kynna garðinn og Yndisgróðursverkefnið. Einnig verður kynnt tilraunaverkefni í notkun fjölærra þekjuplantna og skrautgrasa.

·         Í Aldingarðinum verður Jón Guðmundsson frá Akranesi við mælingar og klippingu ávaxtatrjáa og berjarunna um leið og hann fræðir áhugasama um ræktun þeirra.

·         Við garðlöndin mun Jóhanna Magnúsdóttir frá matjurtaklúbbi Garðyrkjufélagsins fræða gesti um matjurtaræktun og klúbbinn, ásamt því að sýnikennsla verður á því hvernig sett er niður í matjurtagarð.

·         Í Sígræna garðinum verður Hannes Þór Hafsteinsson og fjallar um plöntur sem þar eru. Einnig kynnir hann  nýstofnaðan klúbb Garðyrkjufélagsins um sígrænar plöntur eða „dekurplöntur“.

·         Unnið er að gerð norræns rósagarðs í trjásafninu og mun Vilhjálmur Lúðvíksson frá rósaklúbbi Garðyrkjufélagsins kynna það verkefni og rósaklúbbinn, ásamt því að fræða gesti um rósarækt almennt.

·         Einnig verður unnið að gróðursetningu trjáa og runna í trjásafninu og mun Karl Guðjónsson sjá um það. Þarna er tilvalið að fræðast um „villtar“ gróðursetningar, líkt og í sumarbústaðalöndum.

·         Að auki mun Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar, leiða fræðslugöngu um trjásafnið í Meltungu ásamt Kristni H. Þorsteinssyni, fræðslu- og verkefnastjóra Garðyrkjufélags Íslands.

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011