Yndisgróður: Frétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

4.júlí.2016

Skjólbelti á Bakka

Mynd með frétt

Í samstarfi við kúabændur á Bakka á Kjalarnesi https://www.facebook.com/Bakki-50696625740/ hefur verið komið upp 3 raða tilraunaskjólbelti út frá hugmyndafræðinni sem unnið er að í verkefninu Skjólbelti framtíðar. Áhersla er á að nota runna sem loka beltinu alveg niður við jörð. Auk þess verður ásýnd beltisins skemmtileg þegar notaðir eru fjölbreyttir og blómstrandi runnar í ystu raðirnar. 

Runnar sem voru notaðir í ytri raðir eru garðakvistill, glótoppur, bersarunni, gljásýrena, fjallrós, rifs og sólber. Til að fylla inn í miðröðina var notað fjallrifs sem er skuggþolið og lokar vel niður við jörð og hélurifs sem er lágvaxið, skríður um og þekur jarðveginn. Grásteinsvíðir og loðvíðir vaxa hratt upp og eru hugsaðir sem fósturrunnar fyrir viðkvæmari og hægvaxta tegundir eins og sum langlíf og hávaxin tré. Tré eru notuð til að mynda hæð beltisins og veita skjól á stóru svæði, sett var niður alaskaösp, birki, gráölur, ilmreynir og skrautreynir.

Auk þess að reyna mismunandi tegundir erum við að prófa okkur áfram með heppilegt verkferli við að koma upp belti sem þessu. Hér notuðum við lítil flögg í mismunandi litum til að merkja hverja tegund svo allt færi á réttan stað skv. teikningunni. Þessi aðferð reyndist mjög vel.

  

Lokið var við gróðursetningu í júní og lítur beltið vel út. Það kemur til með að vera vel sýnilegt frá þjóðveginum og verður spennandi að fylgjast með því þegar plönturnar vaxa og blómstra.

 

 

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011