Yndisgróður: Yndisgarður á Hvanneyri
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

Yndisgarður á Hvanneyri

 

Yndisgarðurinn á Hvanneyri er nýjasti garður Yndisgróðurs.  Byrjað var að gróðursetja sumarið 2011 og haldið áfram vorið og sumarið 2012.  Garðurinn er staðsettur í slakkanum norðan við Rannsóknarhúsið.  Hann er fyrst og fremst hugsaður sem skólagarður fyrir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem þeir geta fræðst um garð- og landslagsplöntur í tengslum við nám sitt en er þó til sýnis fyrir allan almenning rétt eins og aðrir Yndisgarðar.  Hinn almenni garðeigandi getur í framtíðinni fræðst hér um hentugar plöntur til ræktunar á Vesturlandi. Haustið 2012 voru í garðinum skráð 150 yrki.

 

Hér má nálgast uppdrátt af yndisgarðinum á Hvanneyri 2015.

 
 Við fyrstu gróðursetningu í garðinum á Hvanneyri 28. júlí 2011.  Hafnarfjall tignarlegt í baksýn.


Séð til norðurs - gamla Skólastjórahúsið í baksýn.


Rósirnar blómstra þrátt fyrir ungan aldur og hrátt umhverfi.

 

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011