Yndisgróður: New Plants for the North
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

 

Yndisgróður og samvinna á vegum Norðurslóðaáætlunar (Northern Periphery Programme) (NPP)

Frá og með 1. júlí 2009 er Yndisgróðursverkefnið þátttakandi á vegum Norðurslóðaáætlunar í verkefninu “New Plants for the Northern Periphery Market” (NPNP) og mun það móta áframhaldandi starf Yndisgróðurs. Með þátttöku í Norðurslóðaáætluninni framlengist starfstími Yndisgróðursverkefnisins um tvö ár eða til 30.júní 2013 í stað 30. júní 2010.  Verkefnið gengur í meginatriðum út á það sama og upprunalegt verkefni Yndisgróðurs, að rannsaka harðgerðar og verðmætar plöntur til notkunar á norðurslóð og koma þeim á markað.

 

o       Meginmarkmið NPNP er að auka fjölbreytni, sjálfbærni og viðskiptatækifæri á norðurslóð með því að gera garðplöntuframleiðendum kleift að framleiða aðlagaðan plöntuefnivið á heimaslóð.

o       NPNP ætlar að ná markmiðum sínum með að þróa nýja markaði, byggja upp þekkingu á ræktun nýrra plantna við þau sérstöku skilyrði sem ríkja á norðurslóðum. Byggja upp netverk til þess að yfirfæra þekkingu á milli þátttakenda og almennings og skiptast á plöntuefnivið á milli svæða.  Eitt af aðalverkefnunum er að byggja upp sýnigarða og klónasöfn, sem er einmitt stór liður í verkefnum Yndisgróðurs. Tímabil verkefnisins er 2009 – 2012.

o       Verkefnið er unnið í samvinnu við Sveitarfélagið Piteå í N-Svíþjóð sem er leiðandi aðili, Agronomy Institute – Orkney College UHI í Skotlandi, Agrifood MTT í Finnlandi og Botanical Gardens, University of Oulu í Finnlandi.

 

 

Hér sést hópurinn sem stendur að verkefninu

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011