Yndisgróður: Ráðstefna 2011
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

Ráðstefnan um garð- og landslagsplöntur fyrir norðlæg og hafræn svæði

sem fram fór dagana 18. - 19. ágúst sl. fór vel fram.  Rúmlega 60 manns tóku þátt á ráðstefnununni á fimmtudeginum í Laugardalnum þar sem flutt voru ýmis áhugaverð erindi.  Síðdegis var svo gengið í Grasagarðinn þar sem 50 ára afmæli Garðsins var fagnað og Rósagarðurinn okkar skoðaður.

Á föstudeginum voru heldur færri þátttakendur en engu að síður var gagn og gaman.  Dagurinn byrjaði með heimsókn í Gróðrarstöðinni Mörk þar sem Guðmundur Vernharðsson tók vel á móti hópnum. Áfram var haldið austur til Reykja í Ölfusi þar sem ráðstefnunni sjálfri var haldið áfram auk skoðunarferðar um klónasafn Yndisgróðurs og nýja hverasvæðið, sem vakti mikla lukku meðal erlendra ráðstefnugesta okkar.  Dagurinn endaði svo með heimsókn í Nátthaga garðplöntustöð og ferð um Þingvöll.  Í Nátthaga leiddi Ólafur Njálsson gesti um land sitt sem hann hefur ræktað upp frá grunni.  Þar má sjá magnaða ræktun.

Við hjá Yndisgróðri þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd ráðstefnunnar eða studdu okkur á einhvern hátt!

 

MYNDIR SEM TEKNAR VORU Á RÁÐSTEFNUNNI Í ÁGÚST MÁ SJÁ Á FACEBOOK SÍÐU YNDISGRÓÐURS !

PHOTOS TAKEN ON CONFERENCE IN AUGUST CAN BE SEEN ON YNDISGRÓÐUR FACEBOOK !

http://is-is.facebook.com/media/set/?set=a.231003223619120.91536.203287876390655&type=3

 

 

Hér má nálgast þau erindi sem flutt voru á ráðstefnunni:
Papers presented on the Conference on garden plants for northern and maritime regions:

 

1)  Samson Bjarnar Harðarson lektor í landslagsarkitektúr við LbhÍ og verkefnisstjóri Yndisgróðurs setur ráðstefnuna og býður ráðstefnugesti velkomna. / Opening Samson Bjarnar Harðarson lecturer in landscape architecture and research leader of Yndisgróður – AUI (Iceland).

Samson B. Harðarson - abstract.

 

2)  Kynning á starfi NPNP: Lífið eftir NPNP – möguleikar á samstarfi. / Introduction of NPNP project: Identification of common as well as country/area specific challenges. Life after NPNP – opportunities for cooperation. Ulrika Bohman and Mona Lundberg (Sweden).

 

3)  Garðyrkja við erfiðar aðstæður: Áskorun og áhugi/hagsmunir garðyrkjufólks í Scotland's Northern Isles. / Gardening in harsh environments: The challenge and interest of gardeners in Scotland's Northern Isles.  Peter Martin (Orkney/Shetland).
Peter Martin- abstract.

 

4)  Reynsla þrjátíu ára.  Byrjaði með leit af harðgerðum garðplöntum og er nú besta úrvalið nýtt til framleiðslu hjá garðplöntustöðvum. / Experience of 30 years starting from searching of hardy garden plants to utilization of best material in nursery production and landscaping. Marjatta Uosukainen (Finland).

Marjatta Uosukainen abstract.

 

5)  Mikilvægi ræktunaraðferða: (jarðvegsbætur, skjól, plöntuval og garðhönnun með tilliti til aukins árangurs) / The importance of gardening methods: (the role of soil improvements, shelter, plant selection and garden design on growing success) Elisabeth Öberg and Ulrika Bohman (Sweden).(Two separate presentations)

Elisabeth Öberg and Ulrika Bohman -abstract.

 

6)  Leitin að harðgerðum afbrigðum af ávaxtatrjám frá Rússlandi, Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum og innkoma þeirra á markaðinn. / Hunting for hardy varieties of fruit trees from Russia, Finland and the Baltics and their introduction into the market.   Leif Blomquist.

Leif Blomquist -abstract.

 

7)  Loftslagsbreytingar og opnun landamæra fyrir viðskipti milli landa – aukin ógn við plöntuheilbrigði á norðlægum slóðum.  / Climate change in combination with opening borders in world trade – increasing threat to plant health in northern regions Jaana Laamanen (Finnland)

Jaana Laamanen -abstract.

 

8)  Framandi trjátegundir í íslenskri skógrækt. / Exotic trees in Icelandic forestry. The Icelandic Forestry Service  Dr. Þröstur Eysteinsson, deildarstjóri Þjóðskóga (Division chief , National Forests, Iceland Forest service). (Ísland)

Þröstur Eysteinsson -abstract.

 

9)  Um eflingu garðyrkjumenningar á Íslandi frá 1885-2011 og ný sjónarmið. / The challenges of establishing a popular gardening culture in Iceland 1885 -2011 present -and some new perspectives. Vilhjálmur Lúðvíksson formaður Garðyrkjufélags Íslands. The Icelandic Horticultural Society – Vilhjálmur Lúðvíksson Chairman. (Iceland)

Vilhjálmur Lúðvíksson -abstract.

 

10)  Söfnun á garðplöntum á norðlægum slóðum - verndun og    nýting /Plant collecting missions in the Nordic region for conservation and utilisation. Lena Ansebo, NordGen.

Lena Ansebo -abstract. 

 

11)  Val á garðplöntum fyrir íslenskt umhverfi. Leitin af harðgerðum plöntum og klónum í náttúrunni. Reynsla frá söfnunarferðum. /Garden plants selection for Icelandic environment. The search for hardy species and clones in nature: Experience from botanical expeditions. Guðríður Helgadóttir (Iceland).

Guðríður Helgadóttir -abstract.          

 

 

  Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011