Yndisgróður: Yndisgarður á Hvanneyri
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

Yndisgarður á Hvanneyri

Yndisgarðurinn á Hvanneyri er nýjasti garður Yndisgróðurs.  Byrjað var að gróðursetja sumarið 2011 og haldið áfram vorið og sumarið 2012.  Garðurinn er staðsettur í slakkanum norðan við Rannsóknarhúsið.  Hann er fyrst og fremst hugsaður sem skólagarður fyrir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem þeir geta fræðst um garð- og landslagsplöntur í tengslum við nám sitt en er þó til sýnis fyrir allan almenning rétt eins og aðrir Yndisgarðar.  Hinn almenni garðeigandi getur fræðst um hentugar plöntur til ræktunar á Vesturlandi. Haustið 2012 voru í garðinum skráð 150 yrki en sumarið 2017 stendur til að stækka garðinn og bæta við fimm beðum. Gróðurinn tók mjög vel við sér sumarið 2015 og 2016 og er garðurinn nú heilmikið staðarprýði.

 

Hér má nálgast uppdrátt af yndisgarðinum á Hvanneyri 2016.

 


Fallegur sumardagur í Yndisgarðinum á Hvanneyri 19. júlí 2016.

 


Séð yfir hluta garðsins í júlí 2016.

 
 Við fyrstu gróðursetningu í garðinum á Hvanneyri 28. júlí 2011.  Hafnarfjall tignarlegt í baksýn.


Garðurinn á fyrsta ári, 2011. Séð til norðurs - gamla Skólastjórahúsið í baksýn.

 

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011