Yndisgróður: Hæðarflokkar
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

Hæðarflokkar 

Hávaxið/stórvaxið tré = 12 m há tré eða hærri. Hávaxin/stórvaxin tré henta síður í einkagarða vegna hæðar sinnar og umfangs en eru tilvalin til notkunar á stærri opnum svæðum í þéttbýli, í jaðri bæja og borga og á landsbyggðinni.

Meðalhátt tré = 8-12 m há tré. Meðalhá tré henta síður til notkunar í einkagörðum vegna hæðar sinnar og umfangs en eru tilvalin til notkunar á stærri opnum svæðum í þéttbýli, í jaðri bæja og borga og á landsbyggðinni. Einnig geta tré í þessum stærðarflokki hentað sem götutré í þéttbýli.

Lágvaxið tré = 5-8 m á hæð. Lágvaxin tré henta vel í einkagarða og eru einnig tilvalin til notkunar á stærri opnum svæðum í þéttbýli, í jaðri bæja og borga og á landsbyggðinni. Einnig geta tré í þessum stærðarflokki hentað sem götutré í þéttbýli og í skjólbelti.

Hávaxnir/stórvaxnir runnar = 2,5-5 á hæð. Stórvaxna runna má nota í einkagörðum, opnum svæðum í þéttbýli, í jaðri bæja og borga og ekki síst í skjólbelti. Stórvaxna runna má stundum nota eins og lágvaxin tré.

Meðalháir runnar = 1,5-2,5 m á hæð. Meðalháa runna er tilvalið að nota í einkagörðum, á opnum svæðum í þéttbýli, í jaðri bæja og borga og með stærri runnum og trjám í skjólbelti.

Lágvaxnir og jarðlægir runnar = 0,5-1,5 m á hæð. Lágvaxna og jarðlæga runna er tilvalið að nota í einkagörðum og á opnum svæðum í þéttbýli.

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011