Yndisgróður: Söfnun og varðveisla ræktaðra íslenskra víðiyrkja
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Söfnun og varðveisla ræktaðra íslenskra víðiyrkja

 

     Áhugi á notkun íslenskra tegunda hefur aukist og því nauðsynlegt að fá skýrari yfirsýn yfir fjölbreytileika ræktaðra íslenskra yrkja víðis (Salix sp.), skrásetja, varðveita og gera upplýsingar og plöntuefnivið aðgengilegan til ræktenda.

Þó meirihluti víðitegunda og yrkja í ræktun hérlendis sé af erlendum uppruna er einnig fjöldi yrkja íslenskra víðitegunda í ræktun hérlendis og sumar þeirra með algengari garð- og landslagsplöntum svo sem gulvíðiyrkin Brekkuvíðir og Strandavíðir.

     Í þessu verkefni er gerð tilraun til að taka saman heildaryfirlit ræktaðra yrkja íslenskra víðitegunda en það hefur ekki verið gert áður. Jafnframt að byggja upp safn þessara yrkja í plöntusafni Yndisgróðurs en ekkert heildstætt safn þessara yrkja er til hérlendis.

     Í allt hafa verið skráð 46 yrki ásamt fáanlegum upplýsingum um uppruna, einkenni og ræktunareiginleika og aðgengi á markaði. Yrkin skiptast þannig milli tegunda; fjallavíðir 3 yrki, loðvíðir 23 yrki, gulvíðir 15 yrki og blendingar gulvíðis og viðju 5 yrki.

Af þessum yrkjum er þegar búið að gróðursetja 19 yrki í safngörðum Yndisgróðurs, en jafnframt er stefnt að heildstæðu safni á Hvanneyri og mun gróðursetning hefjast vorið 2013.

 

     Skýrsla um verkefnið er aðgengileg hér á heimasíðu Yndisgróðurs undir fróðleikur, sjá hér. Með samantekt á aðgengilegum upplýsingum um yrki íslenskra víðitegunda má búast við að notkunin verði meiri og markvissari.  Verkefnið var styrkt af Erfðarnefnd Landbúnaðarins.

 

                                                                                           Samson Bjarnar Harðarson

 

Deila |


Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi