Yndisgróður: Garð- og landslagsrunnar. Lýsing á 19 íslenskum yrkjum.
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Garð- og landslagsrunnar. Lýsing á 19 íslenskum yrkjum.

Á vegum Yndisgróðurs hefur verið gefin út skýrsla í ritröð Lbhí með ítarlegri lýsingu á 19 íslenskum runnayrkjum sem hafa um langt skeið reynst vel í framleiðslu og ræktun við íslenskar aðstæður. Öll yrkin er að finna í yndisgörðum Yndisgróðurs. 

Grasafræðingurinn Hjörtur Þorbjörnsson og garðplöntusérfræðingurinn Ólafur Sturla Njálsson sáu um grasafræðilega lýsingu. Auk þess er fjallað um uppruna, notkun og reynslu af yrkjunum. Er þetta mikilvægur hluti af viðurkenningarferli íslenskra yrka og liður í að meta gildi mikilvægra, valinna garð- og landslagsrunna sem íslenskar úrvalsplöntur.

Hér má nálgast ritið: Garð- og landslagsrunnar. Lýsing á 19 íslenskum yrkjum.

Deila |


Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi