Yndisgróður: Umhverfi götutrjáa
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré

  Umhverfi göturtrjáa

  Tegundaval

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Umhverfi götutrjáa

 

Vaxtarskilyrði trjáa innan borga eru margbreytileg, bæði með tilliti til jarðvegs, vatnsbúskapar og veðurfars á hverjum stað. Oft eru skilyrðin öfgakennd eins og í gatnaumhverfi í þéttri byggð en annarsstaðar eru aðstæður líkari náttúrulegra umhverfi eins og á stærri grænum svæðum og í borgarskógum.

 

Megin umhverfisaðstæður trjáa í borgum:[1]

 

Umhverfi A: Götu- og torgtré – Tré sem standa í hellulögðu eða malbikuðu umhverfi við götur og umferðaræðar eða á torgum.

Erfiðar aðstæður og takmarkað rótarrými. Mikið streituálag af völdum salts og vinds.

 

 

Umhverfi A/B: Götutré á grænum svæðum meðfram vegum eða tjrábeð með góðu rótarrými í götum með lítilli umferð.

Nokkuð betri aðstæður en í umhverfi A.

 

 

Umhverfi B: Garðtré – Tré sem vaxa í einka- og almenningsgörðum innan uppbyggðra svæða.

Aðstæður oft mjög góðar en miklar kröfur gerðar til trjágróðurs hvað varðar fegurð, umhirðu, endingu og notagildi.

 

Umhverfi C: Borgarskógar – Tré sem vaxa í skógarreitum í útjaðri byggðar eða milli uppbyggðra svæða innan borgarmarka.

Breytilegar aðstæður, líkt og í skógrækt.[1] Flokkun byggð á skilgreiningu alþjóðlegs starfshóps um borgarskógrækt og ræktun græna netsins (Urban forestry and urban greening) (Sæbø o.fl., 2003 og Benedikz, 2005).

 

 

 

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011