Yndisgróður: Þekjandi
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré

Fjölærar plöntu

Þekjandi

Hálfsígrænar þekjandi

Skrautgrös

Úrvalsyrki

    

Þekjandi fjölærar jurtir

Eftirfarandi fjölærar plöntur henta vel til að þekja beð og hafa reynst vel í yndisgröðum.

 

Dílatvítönn 'Beacon Silver' - Lamium maculatum 'Beacon Silver': nánari upplýsingar í plöntuleit. 
Jarðlæg þekjandi, hentar mjög vel sem undirgróður og með örðum hávaxnari plöntum.
Blómstrar bleikum blómum frá maí til ágúst, silfruð blöð. Ykrið 'White Nancy' hefur hvít blóm.

 

 

Garðamaríustakkur - Alchemilla mollis
Garðamaríustakkur er mjög gróskumikill og harðger. Hann er með stór ljósgræn laufblöð og blómstrar gulum blómum í júlí-ágúst. Blað- og blómlitur er hlutlaus og fer því einstaklega vel með öðrum plöntum og hefur m
ikið verið notaður í kanta og til að þekja beð. Hann séir sér þó fullmikið út og hefur víða orðið of yfirgnæfandi. 

 

Dvergmaríustakkur - Alchemilla erythropoda
Dvergamaríustakkur er mun smágerðari en garðamaríustakkur og er ekki sagður sá sér eins mikið út. Reynsla af honum er takmörkuð hér á landi en allt bendir til að hann sér harðger.

Kóngablágresi - Geranium x magnificum
Kóngablágresi er allt að 70 cm hátt og gróskumikið með stór og breið laufblöð. Blómgast í júlí, stór fjólblá blóm.

Sveipstjörnur - Astrantia

Sveipstjörnur eru harðgerar og þola nokkurn skugga, verða um 60-100 cm háar. Blöðin eru flipótt og jarðlæg en blómin sitja á grönnum en sterkum blómstönglum.

 

Búkollublóm - Brunnera

Búkollublóm þrífast best í skugga og góðu skjóli. Þau eru með stór, grófgerð hjartalega blöð en fíngerð blá blóm. Blómstrar í júní-júí.

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011