Yndisgróður: Hálfsígrænar þekjandi
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré

Fjölærar plöntu

Þekjandi

Hálfsígrænar þekjandi

Skrautgrös

Úrvalsyrki

    

 

Hálfsígrænar þekjandi jurtir

Eftirfarandi fjölærar plöntur henta vel til að þekja beð, haldast að einverju leyti allt árið, og hafa reynst vel í yndisgröðum.

 

Ilmblágresi 'Rauðbleikt' - Geranium macrorrhizum 'Rauðbleikt': nánari upplýsingar í plöntuleit. 

Ilmblágresi 'Ingversens Variety' - Geranium macrorrhizum 'Ingversens Variety': nánari upplýsingar í plöntuleit. 

Ilmblágresi er frábær þekjuplanta, sérstakelga undir trjám og runnum. Hún er mjög harðger, þolir vel skugga og rýran jarðveg en getur einnig staðið í sól og rökum jarðvegi. Auðvelt er að fjölga henni með græðlingum / skiptingu.

Blöðin eru ljósgræn og ilmandi, fá rauðleita haustliti og haldast að einhverju leyti út veturinn. Blómstrar í júní-júlí fölbleikum ('Ingversens Variety') eða rauðbleikum blómum.

 

Lundahæra - Luzula sylvatica

Lundahæra er stórvaxin og einstaklega blaðfalleg planta. Blöðin eru löng og gljándi og mynda stóra fallega brúska.

 

Skarlatsfífill - Geum coccineum

Blómstrar tígulsteinsrauðum blómum sem standa lengi yfir sumarið.

 

Nýrnajurt - Pulmonaria saccharata

Blaðfalleg og skuggþolin, stór dökkgræn laufblöð alsett silfurhvítum blettum sem renna saman í stóra flekki þegar líður á sumarið. Blómgast í maí rauðfjólubláum blómum.

 

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011