Yndisgróður: Úrvalsyrki
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Úrvalsyrki 2013

Úrvalsyrki 2014

Úrvalsyrki 2015

Úrvalsyrki 2016

Planta mánaðarins

  

Úrvalsyrki Yndisgróðurs

Á hverju ári velur yrkisnefnd Yndisgróðurs í samstarfi við hagsmunaaðila nokkur yrki sem hafa staðið sig vel og hafa eiginleika sem gera þau áhugaverð til ræktunar. Unnið er að því að koma úrvalsyrkjum í almenna framleiðslu en aðgengi að þeim getur verið takmarkað fyrst um sinn.
Úrvalsyrki eru vöktuð sérstaklega í söfnum Yndisgróðurs og þannig er tryggt að um sé að ræða yrki sem hefur góða eiginleika og hentar vel íslenskum aðstæðum. Hér er hægt að nálgast almennar lýsingar á úrvalsyrkjum þar sem fjallað er m.a. um útlit, uppruna, notkun, harðgeri og umhriðu yrkjanna.

Úrvalsyrki valin árið 2013:
Þessi yrki eru að koma í almenna framleiðslu árið 2016, aðgengi getur enn verið takmarkað.

    
  

Sýrena 'Bríet' - Syringa sp. 'Bríet': Mjög stórvaxin, harðger og blómsæl sýrena.
Tengill í plöntuleit.

Sýrena 'Hallveig' - Syringa 'Hallveig': 
Mjög blómsæl og harðger sýrena, ekki eins stórvaxin og 'Bríet' og 'Villa Nova', blómstrar aðeins fyrr.
Tengill í plöntuleit.
Sýrena 'Villa Nova' - Syringa sp. 'Villa Nova': Blómsæl og harðger sýrena með lítt eitt hangandi blómklösm.
Tengill í plöntuleit.
Garðakvistill 'Kjarri' - Physocarpus opulifolius 'Kjarri':
Gróskumikill blómstrandi runni.
Tengill í plöntuleit.
Snjóber 'Svanhvít' - Symphoricarpos albus 'Svanhvít':
 Skuggþolinn runni með áberandi hvítum berjum.
Tengill í plöntuleit.
Bersarunni fræuppruni Reykir - Vibrunum edule:
 Blaðfallegur runni með einstaklega fallega haustliti, áberandi rauð ber og upprétt og þétt vaxtarlag.
Tengill í plöntuleit.
Meyjarós 'Gréta' - Rosa moyesii 'Gréta':
 Einstaklega blómviljug gróskumikil rós með dökkbleikum blómum.
Tengill í plöntuleit.

Úrvalsyrki valin árið 2014:
Þessi yrki koma í almenna framleiðslu árið 2017, aðgengi er enn takmarkað.

   

Glótoppur 'Satu' - Lonicera involucrata 'Satu': Hraðvaxta, kröftugur meðalhár til hár runni.
Tengill í plöntuleit.

Garðakvistill 'Gróandi' - Physocarpus opulifolius 'Gróandi':

Íslenskur einir frá Djúpalóni, kk. - Juniperus communis: Jarðlægur einir sem kom frá Djúpalóni á Snæfellsnesi.

Í athugun er einnig að velja:
Þyrnirós 'Linnanmäki' - Rosa spinosissima
Ígulrós 'LacMajeau' - Rosa rugosa
Fjallarósablendingur 'Kempelen kaunontar'

Úrvalsyrki valin árið 2015:
Þessi yrki eru alemnnt ekki komin í framleiðslu, aðgengi er því enn takmarkað.

  

Vorbroddur 'Kristinn' - Berberis vernae 'Kristinn': Harðger, meðalhár runni sem blómstrar snemma í júní gulum, ilmandi blómum. Tengill í plöntuleit.

Meyjarós 'Kínarauð' - Rosa moyesii 'Kínarauð':

Meyjarósarblendingur 'Steinunn' - Rosa x moyesii 

Íslenskur einir frá Mörk - Juniperus communis:

Íslenskur einir frá Storð - Juniperus communis:

Íslenskur einir frá Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar - Juniperus communis:

Úrvalsyrki valin árið 2016:
Þessi yrki eru alemnnt ekki komin í framleiðslu og gæti aðgengi því enn verið takmarkað.

Loðvíðir 'Koti' - Salix lanata 'Koti': alemnn lýsing.
Hávaxinn loðvíðir með fallegt upprétt, hálfkúlulaga vaxtarlag, blómsæll með stór og fallega loðin laufblöð.
Tengill í plöntuleit.

Hélurifs 'Pón' - Ribes laxiflorum 'Pón' Tengill í plöntuleit.
Frábær og blaðfalleg þekjuplanta sem fær skæra haustliti. Þekur best og hraðast af hélurifsyrkjunum og því valin úrvalsplanta 2016. Vert er þó að benda jafnframt á yrkið 'Rökkva' vegna blaðfegurðar og skærum litum bæði snemma á vorin og fallegum haustlitum.
Hélurifs 'Rökkva' - Ribes laxiflorum 'Rökkva'
Frábær og einstaklega blaðfalleg þekjuplanta sem fær skæra haustliti.
Tengill í plöntuleit.

Hélurifs 'Lukka' - Ribes laxiflorum 'Rökkva'
Frábær og blaðfalleg þekjuplanta sem fær skæra haustliti og mikið af ætum berjum. 'Lukka' er besta berjayrkið en vaxtarlag hennar er ekki eins þétt og fallegt og hjá 'Pón' og 'Rökkvu'.
Tengill í plöntuleit.

Úrvalsyrki valin árið 2017:
Þessi yrki eru alemnnt ekki komin í framleiðslu og gæti aðgengi því enn verið takmarkað.

Ilmgresi 'Stemma' - Geranium macrorrhizum 'Stemma'
Hálfsígrænn fjölæringur með rauðbleikum blómum sem hentar einstaklega vel til að þekja undir trjám og runnum.
Tengill í plöntuleit.

Kínareynir 'Bjartur' - Sorbus vilmorinii 'Bjartur'
Lítið tré eða stór runni með hvít bóm og skær rauð ber.
Tengill í plöntuleit.

-Unnið er að því að setja inn almennar lýsingar á fleiri úrvalsyrkjum-

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011