Yndisgróður: Apríl 2016
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

Mars 2016

Apríl 2016

Maí 2016

Júní 2016

Júlí 2016

Ágúst 2016

September 2016

Október 2016

Nóvember 2016

Desember 2016

Janúar 2017

Febrúar 2017

Mars 2017

Apríl 2017

Maí 2017

Júní 2017

Júlí 2017

Ágúst 2017

September 2017

Hélu- og kirtilrifs

Hélurifs og kirtilrifs eru jarðlægir runnar sem henta eintsaklega vel til að þekja beð undir trjám og stærri runnum. Þeir gleðja okkur snemma á vorin þegar þeir byrja að laufgast í apríl á undan flestum örðum tegundum. Hraustlegi skærgræni liturinn innan um annars litlaust umhverfi sem er að skríða undan vetri minnir okkur á að gróðurinn mun vakna til lífsins á ný. Þrátt fyrir snemmbæra laufgun hefur ekkert borið á skemmdum af völdum vorhreta.

 

Hélu- og kirtilrifs hafa marga góða eiginleika. Eins og aðrar rifstegundir eru þau skuggþolin, auðvelt er að fjölga þeim og þau bera æt ber. Haustlitir eru áberandi fallegir, rauðir, stundum yfir í gult, jafnvel fjólublátt.

 

Hélurifsi, yrkjunum 'Pón' og 'Rökkva' og kirtilrifsi 'Alaska' hefur verið lýst grasafræðilega í riti um íslenska garð- og landslagsrunna sem kom út árið 2015.

 

Hélurifs 'Rökkva'

Rökkva er kraftmikill og þekur hvað best af hélurifsyrkjunum og heldur illgresi vel í skefjum með skuggáhrifum af þéttum blöðum. Fær seinna haustliti en Lukka.

 

Hélurifs 'Rökkva' í Fossvogi 28.apríl 2016

Hélurifs 'Rökkva' á Reykjum 27.apríl 2016

 

Hélurifs 'Lukka'

Lukka er ekki alveg eins kraftmikil og 'Rökkva' en hefur hvað bestu berjuuppskeru.

 

Kirtilrifs 'Alaska'
Kirtilrfis er fíngerðara en hélurifs og ekki eins skrautlegt. Það þekur vel og heldur illgresi i skefjum. Fallegt er að blanda saman kirtilrifsi og hélurifsi. Á Reykjum var það með skærgrænna yfirbragð en hélurifs núna í lok apríl.

 

Kirtilifs 'Alaska' á Reykjum 27.apríl 2016

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011