Yndisgróður: Júní 2016
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

Mars 2016

Apríl 2016

Maí 2016

Júní 2016

Júlí 2016

Ágúst 2016

September 2016

Október 2016

Nóvember 2016

Desember 2016

Janúar 2017

Febrúar 2017

Mars 2017

Apríl 2017

Maí 2017

Júní 2017

Júlí 2017

Ágúst 2017

September 2017

Úlfareynir (Sorbus x hostii)

 

 

Í júní hefur gróðurinn tekið vel við sér og um margt að velja. Úlfareynir varð fyrir valinu hjá okkur enda einstaklega falleg garðplanta. Hann er á mörkum þess að vera lágvaxið, margstofna tré eða stór runni. Til eru dæmi þess að hann hafi verið klipptur í limgerði með góðum árangri eins og sést á þessu fallega blómstrandi limgerði á myndunum hér fyrir neðan.

 

Úlfareynir blómstrar fyrstur allra reynitegunda hér á landi, vanalega í fyrstu eða annari vikunni í júní. Blómin eru bleik í klösum og einstaklega falleg með dökkgrænalit laufblaðanna. Berin eru stór og fallega rauð, bragð þeirra minnir örlítið á epli enda er um skyldar tegundir að ræða. Berin má nota í sultu eins og önnur reyniber.

 

Sjá nánar í plöntuleit Yndisgróðurs: Úlfareynir, yrki frá Múlakoti

  

Úlfareynir í limgerði á Blönduósi

 

Úlfatreynir hefur ekki fundist villtur í náttúrunni og er ekki vitað með vissu um uppruna hans. Útlitslega líkist hann gljáreyni og aplareyni. Nánar er fjallað um úlfareyni og uppruna hans út frá athugun á litningafjölda í grein eftir Kesara Anamthawat-Jónsson og Hjört Þorbjörnsson sem birtist Skógræktarritinu 2016.

 

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011