Yndisgróður: Bakki á Kjalarnesi
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Skjólbelti framtíðar

Sögulegt yfirlit

Hlutverk plantna

Kröfur til plantna

Hentugar tegundir

Tilraunaskjólbelti

Sýnibelti á Hvanneyri

Grásteinsmýri á Hvanneyri

Bakki á Kjalarnesi

Dæmi um skjólbelti

 Tilraunabelti á Bakka á Kjalarnesi

Skýrslu um skjólbeltið á Bakka má sjá hér.

Fyrsta tilraunaskjólbeltið sem komið var upp í samstarfi við starfandi bændur er á kúabúinu Bakka á Kjalarnesi. Lokið var við gróðursetningu í júní 2016. Unnið var eftir sömu fyrirmynd og við tilraunabeltið á Hvanneyri, með aðeins færri gerðum af tegundasamsetningu þó. Fylgst verður með beltinu næstu árin en tilgangurinn er ekki síður sá að prófa verkferli og finna leiðir til að einfalda ferlið við gróðursetningu.

Beltið er þriggja raða, um 150 metra langt. Byrjað var á að skipta beltinu upp í 10 metra löng bil sem voru merkt með girðingastaurum. Við gróðursetningu voru notuð lítil flögg með mismunandi litamerkingum til að merkja hvar hver tegund átti að vera samkvæmt teikningunni. Fimm mismunandi tegundasamsetningar voru endurteknar í 17 bil skv. teikningunum hér að neðan: 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi