Yndisgróður: Nóvember 2016
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

Mars 2016

Apríl 2016

Maí 2016

Júní 2016

Júlí 2016

Ágúst 2016

September 2016

Október 2016

Nóvember 2016

Desember 2016

Janúar 2017

Febrúar 2017

Mars 2017

Apríl 2017

Maí 2017

Júní 2017

Júlí 2017

Ágúst 2017

September 2017

Loðvíðir 'Koti' (Salix lanata)

Loðvíðir hefur fallegar, gráloðnar greinar sem eru skemmtilega ljósar þegar annar gróður er oft orðinn fremur litlaus í skammdeginu.

 

Hávaxinn loðvíðir hentar vel í beð með örðum plöntum en er mjög sólelskur líkt og aðrar víðitegundir og lætur því á sjá ef hann lendir í skugga undir stærri trjám eða runnum. Lágvaxnar og skuggþolnar tegundir eins og hélu- og kiritlrifs eða ilmblágresi henta vel framan við loðvíði til að halda illgresi í skefjum. Hann getur staðið sólarmegin í trjábeðum og hentar hávaxinn loðvíðir einni vel sem fósturplanta sunnanmegin í skjólbeltum, sjá umfjöllun um skjólbelti hér.

 

Á þessari mynd, sem tekin er 15. júní 2015, sést hélurif í forgrunni og loðvíðir í bakgrunni, enn mjög lítið laufgaður. Einnig væri hægt að nota fjölæringa t.d. ilmblágresi framan við víðinn til að gefa strekan grænan lit og halda illgresi frá sem víðirnn nær ekki að skyggja út. 

 

'Koti' er karlkyns, hávaxið yrki sem hefur einstaklega fallegt upprétt, hálfkúlulaga vaxtarlag. Hann þykir bera af hvað varðar vaxtarlag, blaðfegurð og blómgun og var því valinn sem eitt af úrvalsyrkjum Yndisgróðurs fyrir árið 2016. Hann er blómsæll og blómstrar gulum reklum við laufun í byrjun júní. Hér má sjá almenna lýsingu á 'Kota'.

 

Honum, ásamt fleiri víðitegundum hefur verið lýst í skýrslu um söfunun og varðveislu ræktaðra íslenskra víðiyrkja.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

'Koti' er mjög blaðfallegur, hefur  fallegar uppréttar greinar og gráloðna árssprota.

 

 

Sjá einnig upplýsinar um Loðvíðir 'Koti' í plöntuleit Yndisgróðurs.

 

 

 

 

 

 

 

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011