Yndisgróður: Desember 2016
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

Mars 2016

Apríl 2016

Maí 2016

Júní 2016

Júlí 2016

Ágúst 2016

September 2016

Október 2016

Nóvember 2016

Desember 2016

Janúar 2017

Febrúar 2017

Mars 2017

Apríl 2017

Maí 2017

Júní 2017

Júlí 2017

Ágúst 2017

September 2017

Snjóber 'Svanhvít' (Symphoricarpos albus)

Snjóber er lítill eða meðalhár runni sem sem þroskar mikið af hvítum berjum sem haldast á runnanum langt fram á vetur.

Í jólamánuðinum er einstaklega fallegt að sjá hvítu berin lýsast upp innan um annan gróður sem hefur misst bæði lauf og aldin. Á sumrin hefur runninn dökkgræn, fínleg blöð og blómstrar um miðjan júlí litlum bleikum blómum.

 


Snjóber í yndisgarðinum í Fossvogi 4. nóvember 2016.

 

Yrkið 'Svanhvít' hefur verið valið úrvalsyrki, en það er lang blóm- og berjasælasta snjóberið í safni Yndisgróðurs. Vaxtarlag Svanhvítar er þéttara og hún verður ekki eins há og önnur yrki sem notuð eru hérlendis.

 

Snjóber er skuggþolinn runni og hentar vel með örðum stærri trjám og runnum en er líka fallegur einn sér.   

 

Almenna lýsingu á úrvalsyrkinu 'Svanhvít' er að finna hér: úrvalsyrki valin árið 2013. 

Jafnframt var ykrinu lýst ítarlega í riti með lýsingu á 19 íslenskum yrkjum sem á nálgast hér: Garð- og landslagsrunnar: Lýsing á 19 íslenskum yrkjum.

 

Sjá einnig upplýsinar um Snjóber 'Svanhvít' í plöntuleit Yndisgróðurs.

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011