Yndisgróður: Janúar 2017
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

Mars 2016

Apríl 2016

Maí 2016

Júní 2016

Júlí 2016

Ágúst 2016

September 2016

Október 2016

Nóvember 2016

Desember 2016

Janúar 2017

Febrúar 2017

Mars 2017

Apríl 2017

Maí 2017

Júní 2017

Júlí 2017

Ágúst 2017

September 2017

Einir (Juniperus communis)

"Dönsum við í kringum einiberjarunn..." Á veturna getur verið gott að hafa eitthvað sem helst grænt allt árið. Einir er eini íslenski barrviðurinn. Hann er smávaxinn, skriðull runni sem vex viltur í öllum landshlutum helst í hrauni, kjarri eða mólendi. 

 

Einir er oftast jarðlægur en sum yrki af eini hafa uppreistar greinar og geta þá orðið yfir 1 meter á hæð. Einir er sérbýlisplanta og er því ýmist karl- eða kvenkyns og þarf kvenplöntu til að fá aldin, einiber, en það er berkennt (berköngull) og verður bláleitt að lit. Ýmis not eru og hafa verið af eini. Eins og söngurinn ber með sér var hann notaður sem jólatré eða í jólaskreytingar og gefur góðan ilm. Hann er jafnframt talin mikil lækningajurt, notaður til að krydda villibráð og áfengi og tengist honum ýmsis þjóðtrú. 

 

Einir frá Djúpalóni á Snæfellsnesi er fallega stjörnulagaður

 

Það er fallegt að nota einir til að lífga upp á garða allan ársins hring og fer vel framan við hús t.d. við innganga. Hann er stundum látinn vaxa upp að grjóti eða í jörðum.

 

Nokkur yrki af eini hafa verið valin sem úrvalsykri Yndisgróðurs og hafa Mörk, Storð og Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar hver um sig komið upp góðum yrkjum af eini. Karlkyns yrki frá Djúpalóni á Snæfellsnesi er einstaklega fallegur. Hann er jarðlægur og fallega stjörnulaga, fíngerður en þéttur með fallegan skærgrænan lit sem dökknar að hausti. Þetta yrki má sjá í Yndisgarðinum í Fossvogi, að Reykjum og á Hvanneyri.

 

Einir frá Djúpalóni mynar fallega breiðu í Yndisgarðinum á Reykjum

 

Djúpalónseinir hefur skæran grænan lit sem dökknar að hausti

 

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011