Yndisgróður: Febrúar 2017
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

Mars 2016

Apríl 2016

Maí 2016

Júní 2016

Júlí 2016

Ágúst 2016

September 2016

Október 2016

Nóvember 2016

Desember 2016

Janúar 2017

Febrúar 2017

Mars 2017

Apríl 2017

Maí 2017

Júní 2017

Júlí 2017

Ágúst 2017

September 2017

Fjallafura (Pinus mugo)

Barrtré eins og fura og greni geta verið mikilvægar tegundir að vetri til þar sem þær eru sígrænar og vega upp grámann í skammdeginu en jafnframt veita þær skjól fyrir veðri og vindum þegar lauftré standa ber og skýla litlu.

 

 

Fjallafura (stundum nefnd heiðafura) er hentug barrtegund fyrir borgarumhverfi þar sem hún er lágvaxin og í raun ekki tré heldur runni. Dvergfuruafbrigðið er enn lægra, með mjög þétt vaxtarlag og getur myndað hálfgert kjarr.

 


Fjallafura er harðger og nægjusöm hvað varðar jarðveg. Hún þolir vel þurran og snauðan jarðveg en er sólelsk og þolir illa samkeppni við hávaxnari tegundir. Fjallafura er með elstu skógræktarplöntum á Íslandi og hefur verið lengi við Rauðavatn og í fururlundinum á Þingvöllum. Hún getur hentað vel í landgræðslu og útivistarskógrækt en það þarf að hafa í huga að hún sáir sér út. Hún er harðger í  borgarumhverfi og hentar vel í þyrpingar, fláa og í beð með örðum smávöxnum runnum. Dvergfuran er fín í stærri gróðurker.

 

 

 

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011