Yndisgróður: Apríl 2017
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Hrafntoppa (Sesleria heufleriana)

Skrautgrös njóta síaukinn vinsælda sem landslagsplöntur í nágrannalöndum okkar enda frábær plöntuhópur til að fá aukna fjölbreytni á grænum svæðum og lífga upp á yfirbragð beða.

 

Í yndisgarðinum í Fossvogi er verið að prófa nokkrar tegundir skrautgrasa sem ekki hafa verið reyndar hér aður, m.a. hrafntoppu. Hún blómstrar einstaklega snemma og er nú í blóma síðan í lok mars. Verður spennandi að fylgjast með henni í sumar. Eins og fleiri skrautgrös er þetta planta sem er mjög áhugavert að nota í samplöntun með fjölæringum og örðum grösum.

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi