Yndisgróður: Maí 2017
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Silfurlykill (Primula marginata)

 

Prímúlur eða maríulyklar er tegundaríkur hópur fjölæringa sem margar hverjar henta vel í garðaumhvefi og blómstra litríkum blómum snemma vors.

 

Silfurlykill sem er upprunninn úr vestenverðum Alpafjöllum þrífst vel í görðum hér á landi og blómstrar strax í maí fallegum ljósfjólubláum blómum. Blöðin eru fallega grágræn með silfur jaðar sem einkennir silfurlykil. Hann þrífst vel í skugga, eins og margar prímúlur, og getur því lífgað upp á skuggabeð snemma vors, undir eða með öðrum plöntum sem taka seinna við sér.

 

 

 

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi