Yndisgróður: Rósir fyrir alla
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur

Um Yndisgróður

Um Yndisgarða

Plöntuleit

Skilgreiningar

Harðgerði og vaxtarsvæði

Skjólbelti framtíðar 

Götutré 

Fjölærar plöntur

Úrvalsyrki

Planta mánaðarins

  

 

 

 

Rósir fyrir alla


Í tilefni af 10 ára afmæli Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands, stóðu Rósaklúbburinn og Yndisgróður  fyrir opnum fræðslufundi fimmtudaginn 23. febrúar 2012.   Fyrirlesturinn fjallaði um reynsluna af rósarækt í 10 ár -  fyrir byrjendur og lengra komna.  Tveir fyrirlesarar sáu um fræðsluna, þeir Samson B. Harðarson landslagsarkitekt og lektor við LbhÍ og Kristleifur Guðbjörnsson rósaræktandi í Mosfellsbæ.

Á fundinum var kynntur listi 30 rósayrkja sem geta talist örugg til ræktunnar hérlendis - listann má nálgast hér: 

Rósir fyrir alla - plöntulisti. 
Rósir fyrir alla - lýsingar á rósayrkjunum. 

Rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands fagnar tíu ára afmæli sínu á þessu ári 2012.  Þann 22. apríl árið 2002 komu saman í Norræna húsinu 50 manna hópur  áhugafólk um rósarækt til að stofna  rósaklúbb Garðyrkjufélagsins.  Á þeim tíu árum sem liðin eru hefur félögum fjölgað í um 350 talsins. Þau nýju rósaafbrigði sem félagar hafa reynt á þeim tíma eru á þriðja hundrað og mikil reynsla safnast. Ljósar er nú en áður hvaða rósir þrífast og blómstra hér á landi og hvernig á að hirða um þær.
Rósaklúbburinn hefur stofnað tvo rósagarða til að prófa rósafbrigði og sýna þau. Fyrri rósagarðurinn var stofnaður á sumarsólstöðum 2005 í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn í samvinnu við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Í Rósagarðinum í Höfðaskógi eru fyrst og fremst ræktaðrar harðgerðar runnarósir svo sem þyrni-, ígul-, fjalla- og meyjarósir alls um 130 yrki  rósa.  Seinni garðurinn er Rósagarðurinn í Laugardal og gerður í samstarfi við Reykjarvíkurborg og verkefnið Yndisgróður á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri aðila. Var byrjað á honum vorið 2009 en hann svo formlega víður 21. júlí í fyrra á 80. afmælisdegi Jóhanns Pálssonar heiðursfélaga klúbbsins og fyrrum garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Í rósagarðinum í Laugardal má nú sjá allar helstu rósir sem rækta má í skjólsælum görðum á höfuðborgarsvæðinu, alls 128 yrkjum. Sjá nánar á /.
Um norrænu rósahelgina og ýmsum fleirum atburðum á afmælisárinu er að fylgjast með á heimasíðu Garðyrkjufélagsins http://www.gardurinn.is


                                 
                                  Þyrnirósin 'Poppius' á Blönduósi í júlí 2011.


 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Nytjaplöntur á Íslandi
2011