Yndisgarður í Fossvogi í Kópavogi

Hér má nálgast uppdrátt af yndisgarðinum í Fossvogi, uppfært 2017 – trjá og runnabeð

Fjölæringabeð eru tvö, næst lysthúsinu en beð með skrautgrösum er í hinum enda garðsins.

Hér má nálgast uppdrátt af vestara fjölæringabeði í Fossvogi, uppfært 2017

Hér má nálgast uppdrátt af eystra fjölæringabeði í Fossvogi, uppfært 2017

Hér má nálgast uppdrátt af beði með skrautgrösum í Fossvogi, uppfært 2017

Yndisgarðurinn í Fossvogi er vel staðsettur vestan við Gróðrastöðina Mörk og í góðum tengslum við útivistarsvæðið í Fossvogi. Framkvæmdir við garðinn hófust í september 2010 í góðu samstarfi við Kópavogsbæ og voru fyrstu plönturnar gróðursettar 15. október 2010, sama dag og garðurinn var vígður formlega.  Við vígslu garðsins gróðursetti bæjastjóri Kópavogsbæjar, Guðrún Pálsdóttir, fyrstu plöntuna sem er skrautreynir.  Í Yndisgarðinum í Fossvogi voru skráð haustið 200 yrki trjáa, runna og fjölæringa af ýmsum tegundum, þar á meðal eru viðkvæmari tegundir sem að mögulegt er að rækta á grónari og skjólsælari svæðum, sérstaklega suðvestanlands.

Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri Kópavogs gróðursetur skrautreyni í Yndisgarðinum í Fossvogi ásamt Guðmundi Vernharðssyni og Samsoni B. Harðarsyni. Margrét Júlía Rafnsdóttir formaður umhverfisráðs Kópavogs, Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og Vilhjálmur Lúðvíksson formaður Garðyrkjufélags Íslands fylgjast áhugasöm með. Mynd Bent Marínósson.

Fjölæringar og skrautgrös eru nýjustu plönturnar í garðinum.

Nánar má lesa um fjölæringa og skrautgrös hér.

Fyrstu fjölæringar voru gróðursettir í Fossvoginn sumarið 2012. Myndin er tekin í lok maí 2017.
Áhersla er á fjölæringa sem henta vel til að þekja beð og halda illgresi í skefjum á stærri grænum svæðum eða í beð undir trjám og runnum.

Skrautgrös voru gróðursett í eitt beð sumarið 2016 og er þessi mynd tekin vorið eftir. Mörg þessara grasa hafa ekki verið reynd áður hér á landi. Skrautgrös njóta æ meiri vinsælda í garðrækt víða um heim og henta vel til að mynda skemmtilega og lifandi heild, gjarnan í bland við aðra fjölæringa.

Á facebook síðu Yndisgróðurs er að finna fleiri myndir af Yndisgörðunum:

Yndisgarður í Fossvogi í ágúst 2011.

Í Fossvogi er m.a. safn viðkvæmari tegunda, hér er ýviður eða Taxus baccata ‘Summergold’