Úrvalsyrki valin árið 2013:
Þessi yrki koma í almenna framleiðslu árið 2016 en aðgengi getur enn verið takmarkað.
Sýrena ‘Bríet’ – Syringa sp. ‘Bríet’ [Villosa]: Sýrena Bríet
Mjög stórvaxin, harðger og blómsæl sýrena.
Sýrena ‘Hallveig’ – Syringa sp. ‘Hallveig’ [Villosa]: Sýrena Hallveig
Mjög blómsæl og harðger sýrena, ekki eins stórvaxin og ‘Bríet’ og ‘Villa Nova’, blómstrar aðeins fyrr.
Sýrena ‘Villa Nova’ – Syringa sp. ‘Villa Nova’ [Villosa]: Sýrena Villa Nova
Blómsæl og harðger sýrena með lítt eitt hangandi blómklösm.
Garðakvistill ‘Kjarri’ – Physocarpus opulifolius ‘Kjarri’: Garðakvistill Kjarri
Gróskumikill blómstrandi runni.
Snjóber ‘Svanhvít’ – Symphoricarpos albus ‘Svanhvít’: Snjóber Svanhvít
Skuggþolinn runni með áberandi hvítum berjum.
Bersarunni fræuppruni Reykir – Vibrunum edule: Bersarunni f.u.
Blaðfallegur runni með einstaklega fallega haustliti, áberandi rauð ber og upprétt og þétt vaxtarlag.
Meyjarós ‘Gréta’ – Rosa moyesii ‘Gréta’: Meyjarós Greta
Einstaklega blómviljug gróskumikil rós með dökkbleikum blómum.