Grös

Skrautgras nýtur sívaxandi vinsælda erlendis og má víða sjá fallegar samsetningar af grösum og fjölærum blómstrandi plöntum sem mynda dínamískt umhverfi með náttúrulíku yfirbragði. Einnig er hægt að nota stórvaxnar grastegundir til að mynda rými í görðum og á grænum opnum svæðum.

Hér á landi ber ekki sérlega mikið á notkun skrautgrasa, einna helst þekkir fólk randagras sem vex vel hér á landi, verður stórvaxið og dreifir nokkuð úr sér.

Í Yndigarðinum í Fossvogi er nú að finna nýjan tilraunareit með ýmsum grastegundum þar sem fylgst verður með því hvað getur þrifist hér á landi. Ætlunin er að prófa ýmsar tegundir, bæði stórvaxnar, allt að 2 metrar á háum tegundum og smærri skrautgrösum. Áhersla er á tegundir sem eru þægilegar í ræktun, þarf ekki að binda upp og dreifa ekki of mikið úr sér.