Fjölærar plöntur

Fjölærar plöntur búa yfir miklli fjölbreytni og árstíðarbundnum breytileika. Fegurðargildi þeirra er fólgið í margbreytileika blóma og laufblaða. Þær blómstra árlega, vaxa upp að vori og visna yfirleit niður að hausti nema sumar tegundir sem eru vetrargrænar eða standa fram á vetur í einhverri mynd. Fjölærar plöntur þrífast um allan heim og er harðgeri þeirra jafn fjölbreytt og þær aðstæður sem þær þrífast í. Það ætti því að vera hægt að finna réttar tegundir til fyrir allar aðstæður. Víða erlendis hefur noktun fjölærra plantna í borgarumhverfi færst í vöxt og hefur framboð af harðgerum plöntum sem þurfa ekki mikla umhirðu stóraukist.

Í Yndisgarðinum í Fossvogi eru tilraunabeð með fjölærum plöntum sem geta hentað vel með trjám og runnum. Áhersla er á að prófa skuggþolnar tegundir sem henta vel til þekja beð. Einnig hefur nú verið útbúið beð með um 25 tegundum af skrautgrösum sem verið er að prófa. Áhersla er á grös sem eru þægileg í umhirðu og ræktun og dreifa ekki of mikið úr sér.

Hér má nálgast uppdrátt af fjölæringabeðum í Fossvogi 2015

Hér má sjá lista og myndir af fjölærum plöntum í Fossvogi

(Ekki tæmandi listi, númer við myndirnar vísa í númer á uppdrættinum hér að ofan)

Auk fegurðargildis eru helstu kostir fjölærra planta á opnum svæðum að auðvelt og ódýrt er að fjölga mörgum tegundum með skipitingu, þær verða ekki of stórvaxnar og eru vanalega fullvaxnar á 1-2 árum. Með réttu plöntuvali er á stuttum tíma hægt að skapa fullmótað beð sem krefst lítillar umhirðu, þekur yfirborðið og þolir vel skugga, þurrk og aðrar erfiðar aðstæður í borgarumhverfinu. Þar sem plönturnar koma upp að nýju á vorin er snjóþungi s.s. vegna snjómoksturs lítið vandamál.