Götutré

Val á tegundum götutrjáa er vandasamt og hér á landi hafa afar fáar trjátegundir reynst vel við þær erfiðu aðstæður sem götutré sem þurfa oft á tíðum að lifa við.

Götutré þarf að henta þeim aðstæðum sem það á að standa við. Rými þarf að vera nægjanlegt bæði fyrir rætur og krónu trésins til að það geti dafnað vel, en það þarf einnig að hæfa aðstæðum bæði útlitslega og félagslega. Koma þar til bæði fagurfræðilegir og menningarlegir áhrifavaldar.

Gefin hefur veirð út rit um götutré og val á tegundum fyrir íslenskar aðstæður. Ritið byggir á greinargerð sem var unnin fyrir Reykjavíkurborg árið 2012, í tengslum við endurskoðun á trjáræktarstefnu borgarinnar. Í ritinu er fjallað um mismunandi aðstæður fyrir götutré og helstu tegundir sem gætu komið til greina sem götutré á Íslandi.

Hér má nálgast ritið: Ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum.

Hér má sjá veggspjaldaskynningu um götutré frá fagráðstefnu Landsýn 2016.