5.11.2018 // Brárunninn (Chiliotrichum diffusum) kom illa undan vetri í Yndisgörðunum á Reykjum, Fossvogi og Hvanneyri. Einna skástur var hann í Yndisgarðinum í Sandgerði. Runnarnir kólu alveg niður. Við tókum okkur til og klipptum þá niður í vor en þeir voru þá aðeins fanir að endurnýja sig. Eftir það komu þeir mjög vel til og skörtuðu sínu fegursta í lok sumars. Hér má sjá myndir frá Reykjum og Fossvogi af runnanum fyrir og eftir klippingu.