Yrkisnefnd

Eitt af meginmarkmiðum í vinnu Yndisgróðurs er að skilgreina og afmarka þann efnivið sem vinna skal með og gera flokkaðan lista mikilvægra tegunda.  Á grunni lista yfir mikilvægar tegundir hafa þegar verið valin 21 yrki sem Yrkisnefnd hefur til umfjöllunar.  Þessi yrki voru valin þannig að þau eru öll íslensk, sum hver hafa farið í gegnum úrvalsplönturannsóknir áður en af öðrum liggur löng og góð reynsla að baki og eru í mikilli notkun hér á landi.

Yrkisnefnd mótar og sér um viðurkenningu á yrkjum og kvæmum, semur viðurkennda yrkislýsingu sem gefur yrkinu ákveðinn gæðastimpil. Einnig skal nefndin útbúa alþýðlegri grein um yrkið fyrir þá hlið sem snýr að markaðinum.

Eftirtaldir aðilar skipa nefndina:

Ólafur Sturla Njálsson Cand. Hort., Garðplöntustöðinni Nátthaga.                                            
Hjörtur Þorbjörnsson grasafræðingur hjá Grasagarði Reykjavíkur.    
Samson B. Harðarson garðyrkjufræðingur og landslagsarkitekt, sem fulltrúi Yndisgróðurs.
Guðmundur Vernharðsson garðyrkjufræðingur, Gróðrastöðinni Mörk.
Steinar Björgvinsson ræktunarstjóri, Gróðrarstöðinni Þöll.       
Þorsteinn Björnsson garðyrkjufræðigur hjá Reykjavíkurborg.