Yndisgarður á Blönduósi

Yndisgarðurinn á Blönduósi er við suðurenda íþróttasvæðis bæjarbúa.  Við hönnun yndisgarðsins var leitast við að gera notalegan garð með fjölbreyttum og fallegum gróðri,  þar sem fólk geti notið útiveru.  Á sama tíma hefur garðurinn það hlutverk að sýna hvaða plöntur henta vel til notkunar á þessu svæði og öðrum samskonar veðurfarssvæðum. Í yndisgarðinum á Blönduósi voru sumarið 2015 skráð 100 yrki.

Svæðið var unnið frá grunni vorið 2009 og gróðursett í júní.  Alls var plantað 78 yrkjum, í flestum tilfellum þrjár plöntur af hverju yrki með 1 – 1,2 m millibili.  Bil milli raða er misjafnt en minnst um 2 m. Gróðursettar voru plöntur m.a. af eftirfarandi ættkvíslum: broddur (Berberis), hafþyrnir (Hippophae), heggur (Prunus), hyrnir (Cornus), snækóróna (Philadelphus), kvistur (Spiraea), garðakvistur (Physocarpus), runnamura (Potentilla),  reynir (Sorbus), rifs (Ribes), rós (Rosa), silfurblað (Elaeagnus), snjóber (Symphoricarpos), sýrena (Syringa), toppur (Lonicera), úlfarunni (Viburnum).

Á facebook síðu Yndisgróðurs er að finna fleiri myndir af Yndisgörðunum:

Hér má sjá plöntulista fyrir Yndisgarðinn á Blönduósi 2015.

Hér má sjá plöntuskipulag fyrir Yndisgarðinn á Blönduósi 2015.

 

Ígulrós ‘Skotta’ á Blönduósi í ágúst 2011.

Mynd tekin á Blönduósi í ágúst 2011 – fjallarós Salling* í forgrunni.

Svæði við íþróttavöll Blönduóss ákjósanlegur staður fyrir Yndisgarð. (Mynd SBH)

 Við útplöntun í Yndisgarðinum á Blönduósi í júní 2009. (Mynd SBH)

Verið að þökuleggja eftir gróðursetningu á Blönduósi í júní 2009. (Mynd SBH)

Að loknu dagsverki. frá hægri, Páll Ingþór Kristinsson verkstjóri, Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri Blönduóss , Ágúst Þór Bragason garðyrkjustjóri og Samson B. Harðarson eftir undirritun samnings Yndisgróðurs og Blönduóssbæjar.