26..06.2017 // Býflugnabúi hefur verið komið upp í Yndisgarðinum á Hvanneyri í samvinnu við Álfheiði Marínósdóttur býflugnaræktanda. Býflugur teljast til húsdýra og aðalframleiðsla þeirra er hunang og vax. Æ meira eru horft til ágætis þeirra til frjóvgunar, þær eru iðnar og geta flogið milli mörg þúsund blóma í einni söfnunarferð. Við bindum því vonir við að flugurnar komi til með að hafa jákvæð áhrif á blómgun í Yndisgarðinum. Áhugasömum um býflugur og býflugnarækt er bent á heimasíðu býflugnaræktandafélags Íslands: www.byflugur.is. Flugurnar sjást eflaust á flugi um garðinn en búið stendur í skógarjaðrinum þar sem kerfillinn vex ofan við Yndisgarðinn. Býflugur eru meinlausar en virðum vinnusvæði þeirra og forðust að flækjast fyrir flugleið þeirra út og inn um búið og alls ekki banka í búið.