Mynd: Kristine Paulus© Spiraea japonica ‘Anthony Waterer’
Yndisgróður hefur gengið til liðs við verkefni sem sér um samevrópskar yrkjarannsóknir. Verkefnið heitir Eurotrial og hefur tekið fyrir vænleg yrki af ákveðinni tegund garð- og landslagsplantna á hverju ári og vaktar á samræmdan hátt í um 9 evrópulöndum. Nú stendur yfir rannsókn á birki- og japanskvistum auk nokkurra annarra kvista og hefur Yndisgróður umsjón með verkefninu fyrir Íslands hönd. Markmið rannsóknarinnar eða skoða hvernig kvistirnir aðlagast mismunandi veðurskilyrðum í Evrópu en löndin sem taka þátt eru Austurríki, Þýskaland, Finnland, Frakkland, Írland, Holland og Bretland. Af því tilefni höfum við sett upp nýjan yndisgarð við Landbúnaðarháskólann á Keldnaholti þar sem rannsóknin fer fram. Alls voru send 43 yrki af kvistum sem voru ræktaðir upp í Finnlandi. Yrkin eru frá Finnlandi, Hollandi, Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi og Íslandi. Íslensku yrkin eru birkikvisturinn Gauti, japanskvistirnir Eiríkur Rauði, Oddi og Óli og að lokum skógarkvistur (s. miyabei).
Hér er listi yfir yrkin sem er verið að prófa.