22.12.2017 // Á þeim 10 árum sem Yndisgróður hefur starfað hefur tekist að varðveita og miðla mikilvægum upplýsingum um fjölmargar plöntur sem henta vel sem garð- og landslagsplöntur á Íslandi. Til að byrja með var aðaláherslan á fjölbreytt úrval runna sem henta fyrir mismunandi aðstæður en á árinu sem er að líða hefur verið lögð áhersla  fjölæringa og minni tré sem henta vel í garða og á opin græn svæði.