Landbúnaðarháskóli Íslands er með í prófunum ræktun á afbrigði berjablátopps sem fær æt ber. Níu yrki hafa verið prófuð á Hvanneyri og komu fyrstu berin af Lonicera caerula, einning kölluð hunangsber eða eftir japanska heitinu haskap, upp í lok júní.  Bragðinu af berjunum hefur verið lýst sem blöndu af bláberjum og hindberjum þar sem þau eru sæt og súr í senn. Yrkjunum níu verður komið niður í aldingarðinum á Hvanneyri í haust og hvetjum við ykkur til að gera ykkur ferð þangað til að skoða yndisgarðinn okkar jafnt sem aldingarðinn en við munum deila upplýsingum um þróun hans hér á vefnum okkar. Vert er að taka fram að berin af hinum hefðbundna berjablátopp og öðrum toppum eru ekki góð og geta jafnvel verið eitruð. Hér að neðan er listi yfir yrkin níu sem bera æt ber:

AURORA
BLUE BANANA
BOREAL BLIZZARD PBR
BOREAL BEAST PBR
BOREAL BEAUTY
GIANTS HEART
JUGANA
VOSTORG

 

Heimild og mynd: Jarðræktarrannsóknir Landbúnaðarháskóla Íslands