Úrvalsyrki Yndisgróðurs
Á hverju ári velur yrkisnefnd Yndisgróðurs í samstarfi við hagsmunaaðila nokkur yrki sem hafa staðið sig vel og hafa eiginleika sem gera þau áhugaverð til ræktunar. Unnið er að því að koma úrvalsyrkjum í almenna framleiðslu en aðgengi að þeim getur verið takmarkað fyrst um sinn.
Úrvalsyrki eru vöktuð sérstaklega í söfnum Yndisgróðurs og þannig er tryggt að um sé að ræða yrki sem hefur góða eiginleika og hentar vel íslenskum aðstæðum. Hér er hægt að nálgast almennar lýsingar á úrvalsyrkjum þar sem fjallað er m.a. um útlit, uppruna, notkun, harðgeri og umhriðu yrkjanna.