Rósagarðurinn í Laugardal
Rósagarðurinn í Laugardal er norðan við Grasagarð Reykjavíkur, aðkoma fyrir gangandi er frá Sunnuvegi.
Rósagarðurinn var gerður sumarið 2009 og 2010. Hann sker sig frá öðrum Yndisgörðum að því leiti að vera aðallega safn íslenskra og erlendra rósa. Í Rósagarðinum í Laugardal voru haustið 2012 skráð 112 yrki.
Árið 2009 var byrjað að gróðursetja ýmis rósayrki og finnsk úrvalsyrki af ýmsum tegundum í reit í Laugardal í Reykjavík. Í upphafi var þetta samvinnuverkefni Rósaklúbbsins og Reykjavíkurborgar en á árinu 2010 var ákveðið að þetta verkefni færi undir hatt Yndisgróðurs. Áætlað er að planta þar 180 yrkjum og hefur 160 nú þegar verið plantað, þar af 129 yrkjum af rósaætt.
Yndisgarðurinn í Laugardal var vígður formlega þann 21. júlí 2011, á 80 ára afmælisdegi Jóhanns Pálssonar rósaræktanda og fyrrum garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Jóhann var heiðursgestur þennan dag og var honum veitt viðurkenning fyrir mikilvægt framlag sitt til garðræktar á Íslandi í gegnum tíðina.
Á facebook síðu Yndisgróðurs er að finna fleiri myndir af Rósagarðinum:
Yndisgarðurinn í Laugardal í ágúst 2010. Mynd: SBH.
Yndisgarðurinn í Laugardal í ágúst 2010. Mynd: SBH.
Rósin Austin ‘Winchester Cathedral’ í Yndisgarðinum í
Laugardal í ágúst 2010. Mynd: SBH.