Yndisgarður á Reykjum
Yndisgarðurinn á Reykjum er aðalsafn Yndisgróður og hefur fyrst og fremst það hlutverk að vera klónasafn þar sem varðveittar eru arfgerðir tegunda, sem ástæða þykir að varðveita og annars gætu farið forgörðum. Hann hefur einnig hlutverk sem tilraunagarður og til aðgengis fyrir móðurplöntuefniviður til fjölgunar. Gildi hans sem sýninga- og kennslugarður er einnig mikilvægt fyrir jafn almenning eða fagfólk.
Klónasafnið á Reykjum er elstur Yndisgarðanna. Þar var jarðvegur undirbúinn fyrir gróðursetningu haustið 2007 og voru gróðursett 140 yrki vorið eftir, síðan hefur verið gróðursett þar á hverju ári. Nú eru þar alls 385 yrki.
Staðsetning Yndisgarðsins á Reykjum er talinn vera lýsandi fyrir skilyrði efri byggða á Suðurlandi og í nýrri og ógrónari hverfum á höfuðborgarsvæðinu (landrænni hluta svæðis A og svæði B á Suður- og Suðvesturlandi, sjá undir lið Plöntur/ harðgerði og vaxtarsvæði.