Tilraunaskjólbelti við Grásteinsmýri á Hvanneyri

Tilraunaskjólbeltið við Grásteinsmýri í júní 2015.

Sumarið 2015 var lokið við gróðursetningu á þriggja raða, 250 metra löngu tilraunaskjólbelti við Grásteinsmýri á Hvanneyri. Þar eru um 10 mismunandi samsetningar úr um 30 tegundum (yfir 50 yrkjum) af trjám og runnum.

Hér má sjá lista yfir þær tegundir og yrki sem voru notaðar í tilraunaskjólbeltinu.

Teikningarnar hér að neðan sýna nokkrar mismunandi samsetningar í beltinu:

Samsetning 1: reynir, gráelri, ösp og ýsmar runnategundir:

Samsetnging 9: eingöngu íslenskar tegundir (reynir, birki, gulvíðir, loðvíðir):

Samsetning 10: íslenskar tegundir og tegundir sem hafa verið mjög lengi í ræktun á Íslandi eins og rifs: