Ráðstefnan um garð- og landslagsplöntur fyrir norðlæg og hafræn svæði

sem fram fór dagana 18. – 19. ágúst sl. fór vel fram.  Rúmlega 60 manns tóku þátt á ráðstefnununni á fimmtudeginum í Laugardalnum þar sem flutt voru ýmis áhugaverð erindi.  Síðdegis var svo gengið í Grasagarðinn þar sem 50 ára afmæli Garðsins var fagnað og Rósagarðurinn okkar skoðaður.

Á föstudeginum voru heldur færri þátttakendur en engu að síður var gagn og gaman.  Dagurinn byrjaði með heimsókn í Gróðrarstöðinni Mörk þar sem Guðmundur Vernharðsson tók vel á móti hópnum. Áfram var haldið austur til Reykja í Ölfusi þar sem ráðstefnunni sjálfri var haldið áfram auk skoðunarferðar um klónasafn Yndisgróðurs og nýja hverasvæðið, sem vakti mikla lukku meðal erlendra ráðstefnugesta okkar.  Dagurinn endaði svo með heimsókn í Nátthaga garðplöntustöð og ferð um Þingvöll.  Í Nátthaga leiddi Ólafur Njálsson gesti um land sitt sem hann hefur ræktað upp frá grunni.  Þar má sjá magnaða ræktun.

Við hjá Yndisgróðri þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd ráðstefnunnar eða studdu okkur á einhvern hátt!

MYNDIR SEM TEKNAR VORU Á RÁÐSTEFNUNNI Í ÁGÚST MÁ SJÁ Á FACEBOOK SÍÐU YNDISGRÓÐURS !

PHOTOS TAKEN ON CONFERENCE IN AUGUST CAN BE SEEN ON YNDISGRÓÐUR FACEBOOK !

Hér má nálgast þau erindi sem flutt voru á ráðstefnunni:

Papers presented on the Conference on garden plants for northern and maritime regions:

1.Garden plants for northern and maritme regions

2.Kynning á starfi NPNP: Lífið eftir NPNP – möguleikar á samstarfi

3.Garðyrkja við erfiðar aðstæður. Áskorun og áhugi/hagsmunir garðyrkjufólks í Scotland’s Northern Isles

4.Byrjaði með leit af harðgerðum garðplöntum og er nú besta úrvalið nýtt til framleiðslu hjá garðplöntustöðvum

5.1-Mikilvægi ræktunaraðferða, jarðvegsbætur, skjól, plöntuval og garðhönnun með tilliti til aukins árangurs

5.2-Mikilvægi ræktunaraðferða, jarðvegsbætur, skjól, plöntuval og garðhönnun með tilliti til aukins árangurs

6.Hunting for hardy varieties of fruit trees from Russia, Finland and the Baltics and their introduction into the market

7.Climate change in combination with opening borders in world trade

8.Exotic tree species in Iceland

9.The Challenge of Developing Garden Culture

10.Plant collecting missions in the Nordic

11.Garden plant selection for Icelandic environment – The search for hardy